Leita í fréttum mbl.is

Landsliðsþjálfari!

Mats Olson takk!

Á sínum tíma besti markvörður í sögu handboltans ásamt Thomas Svensson. Okkur veitir ekki af góðum markvarðarþjálfara.  Ef ekki erlendur þjálfari þá held ég að Dagur Sigurðsson hljóti að vera heitasti kandidatinn. Eina spurningin er sú hvort að hann þurfi ekki að bíða aðeins lengur eftir starfinu með tilliti til þess að ekki er langt síðan að hann var sjálfur að spila með flestum leikmönnum landsliðsins. Styð af þeim sökum val á erlendum þjálfara og leyni því ekki að ég er gríðarlega hrifinn af Mats Olson. Kynntist aðeins starfsaðferðum hans þegar ég var við nám í Íþróttaháskólanum í Osló.


Er nýr R-listi í uppsiglingu?

Eftir atburði síðustu daga í ráðhúsi Reykvíkinga tel ég að Dagur B. Eggertsson verði sá sem standi með pálmann í höndunum sem leiðtogi Samfylkingarmanna í Höfuðborginni. Gönuhlaup sjálfstæðismanna nú varðandi þessi stjórnarskipti verður til þess að vinstri flokkarnir í borginni munu ríða feitum hesti frá kosningum í borginni að tveimur árum liðnum. Held að eitthvað stórkostlegt þurfi að gerast til að D-lista menn geti snúið almenningsviðhorfinu sér í hag á komandi misserum.

Borgarpólitíkin!

Finnst með ólíkindum þessi mál hjá borgarstjóraflokkum Reykjavíkur!  Ótrúlegt hvað sumir eru fljótir að gleyma sínum skrifum og eða afneita þegar við á!  Þekktir bloggskrifarar á vegum D-manna hamast við að verja þennan gjörning. Hvernig er hægt að treysta þeim meirihluta sem er nú við völd í Borginni eftir það sem á undar er gengið? Hvorki Vilhjálmur eða Ólafur vinur hans hafa komið sérlega vel fyrir í þeim viðtölum sem þeir hafa komið fram í undanfarið, Viðtölin síst til þess fallin að vekja tiltrú á þeirra málflutningi. Ólafur til að mynda nánast viðurkenndi í kastljósinu í gærkvöldi að hræðslan við það að Vg og Sjálfstæðismenn væru að lenda meirihlutasamstarfi hefði orðið til þess að hann hljóp út úr föðurhlutverki samstarfsflokka sinna í fyrrverandi meirihluta.

Held að þessi gjörningur Sjálfstæðismanna núna hafi verið gönuhlaup og verði til einskis annars í framtíðinni annar en sá að R-listinn rísi úr öskustónni. Burt séð frá því hvort núverandi meirihluti nær að hanga á horriminni fram að næstu kosningum eða ekki.

Vilhjálmur gerði mistök í REI málinu og ég tel að hann hafi gert enn meiri mistök með þessum bjarnargreiða Ólafs.


Heilindi!!!!!!!!!

Hvað segja menn nú um heilindi verðandi borgarstjóra ef að samflokksmaður hans hefur ekki haft hugmynd um þær þreyfingar sem átt hafa sér stað undanfarna daga! Fannst ekki laust við það að Ólafi liði heldur illa undir spurningum fréttamanna. Verð nú að viðurkenna að þetta er nú að verða hálf farsakennt allt saman.  Hlítur að vera nóg að gera hjá skiltagerðamönnum borgarinnar. Hafa varla undan að breyta nöfnum í borgarkerfinu.


Íslensk pólitík er skrýtin tík!

Það er með ólíkindum hvernig pólitíkusarnir haga sínum seglum. Nýr meirihluti myndaður í Reykjavík, sá þriðji frá kosningum. Ætla sjálfstæðimenn nú að fylkja sér að baki Vilhjálms sem borgarstjóra eftir þá útkomu og þau skrif áttu sér stað um hann sem mann í frontinum í Reymálinu fræga. Hægt er að benda á skrif Stefáns Friðriks Stefánssonar á blogginu um þessi mál á þeim tíma. Hvernig er annars með þá skemmtilegu staðreynd að ekki er hægt fyrir Ólaf að taka sér veikindaleyfi án þess að stefna nýju meirihlutarsamstarfi í stórhættu með innkomu Margrétar Sverrisdóttur. Viðurkenni nú að ég þekki ekki alveg þær reglur sem gilda fyrir varamenn í svona uppákomum. Virðist s.s. að Margrét hafi þarna ekki verið með í ráðum. Eitt er það sem ég hef stórar áhyggjur af og þær eru að mér þykir ekki fýsilegt að sami flokkur sé við völd í höfuðborginni og í landsstjórninni. Þarna þarf að vera ákveðið mótvægi. En .... nú brosir Vilhjálmur!

 


Svíagrýlan!

Sat stjarfur fyrir framan sjónvarpstækið núna í kvöld og fylgdist með LEIKNUM. Sá þar fertugan ungling sem gjörsamlega stal senunni, því miður fyrir okkar menn. Heimsklassamarkvarsla í hæsta gæðaflokki. Að öðrum Svíum ólöstuðum var Svensson klárlega langbesti maður vallarins. Sóknarleikur okkar var oft á tíðum í lagi í fyrri hálfleik að undanskildu því að menn kláruðu færin illa. Brá fyrir fínni varnarvinnu allan leikinn en því miður var eins og menn væru orðnir hálfráðvilltir í sóknarleiknum með þennan "ungling" fyrir framan sig í markinu. En.... fall er vonandi fararheill.  Vona að RÚV muni gera þessu móti góð skil og sýni sem flesta leiki keppninnar.

Á Austfjörðum!

Jæja, núna ætla ég að reyna að halda úti þessarri bloggsíðu þannig að eitthvað sé skrifað í hverri viku.  Var rétt í þessu að koma frá Egilsstöðum þar sem fjölskyldan dvaldist  yfir helgina í góðu yfirlæti kaupfélagsstjórans og fjölskyldu. Vorum í Framsóknarteiti á föstudagskvöldið í boði Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Héraðs. Töluvert var af fólki og afar gaman að koma þarna og er alltaf gaman að eiga spjall við það ágæta fólk sem býr á þessu svæði. Á laugardeginum fórum við hjónin ásamt Valgerði Sverrisdóttur á Seyðisfjörð til fundar við Framsóknarfólk þar. Það var afar fróðlegur og skemmtilegur fundur. Óhætt er að segja að Seyðisfjörður er með fallegri kaupstöðum hér á landi með sín sérstöku hús og alltaf afskaplega gaman að koma þangað. Eftir Framsóknarfundinn fórum við að opnun myndlistarsýningar í Skaftfelli þar í bæ. Í Skaftfelli hefur verið komið upp sýningaraðstöðu og matsölustað af miklum myndarskap og verð ég að viðurkenna að mér fannst mikið til um þann metnað sem hefur verið lagður í það að gera myndlistarfólki kleyft að nýta sér þessa aðstöðu sem þarna er. Er töluvert um að það að myndlistarfólki komi þarna í þetta gamla hús og dvelji þar við iðkun sinna lista. Á sunnudeginum var haldið heim á leið í Öxarfjörðinn yfir Hólssand og fram hjá hinum mikilfenglega Dettifossi sem skartar sínu fegursta í klakaböndum.

Læt þetta duga að sinni.

Kv. Jóhann


Þráðurinn tekinn upp á ný!

Var á fundi í dag þar sem stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka og nýtingu náttúruauðlynda var haldinn á Húsavík.  Afskaplega áhugavert og lofsvert framtak. Rétt um 100 manns sóttu fundinn.  Haldnar voru framsögur af hálfu Rafmagnsveitu ríkisins, Glitnis banka og Halldórs Blöndal. Halldór hljómaði nú h.u.b. e.o. framsóknarmaður í sinni ræðu varðandi skoðun sína í allri álversumræðunni. (Efast nú reyndar um að karlinn vilji viðurkenna það).  Margt gott var í efnistökum hans og uppskar hann ágætan róm að tölu sinni.  Ekki var laust við að um pólitískan fund væri að ræða á tímabili þar sem menn voru komnir í hnútukast vegna afskipta (eða ekki afskipta) stjórnmálaafla þessa lands af stóriðju uppbyggingu á Bakka við Húsavík.  Einar Norðfirðingur, Samfylkingarmaður, sór og sárt við lagði að hann myndi leggja sitt af mörkum til þess að Álverið við Bakka yrði fyrsti kostur í stóriðjuumræðunni, allt annað væri afglöp. Spurningin er nú sú hvort að hann geti haft einhver áhrif í þá veru miðað við sinnuleysi flokkssystkina hans. Ekki virðist mér Sjálfstæðismenn vera mikið í því að halda merki Bakka á lofti sem fyrsta kosti í stöðunni, þrátt fyrir eggjan öldungsins Halldórs. Spurningin er e.t.v. sú hvort að flokksbróðir þeirra í Reykjanesbæ getur haft þau áhrif að Helguvíkurvitleysan verði fyrsti kostur hversu ósanngjarnt það kann að virðast versus Bakka og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.  Þenslan á Suðvesturlandi er alveg gríðarleg og allir heilvita og sanngjarnir menn hljóta að viðurkenna að Bakki við Húsavík hljóti að vera besti kosturinn varðandi það hvar eigi að byggja upp atvinnu á svæði sem hefur farið halloka í atvinnutilliti og fólksfjölda. Þetta yrði alvöru mótvægisaðgerð til að sporna við fólksfækkun en ekki einhver léttvægisaðgerð til að plástra yfir minnkandi atvinnu og fólksflótta af landsbyggðinni.

Pælingar vegna stöðu Framsóknar

Held að við Framsóknarmenn séum í hálfgerðu "dilemma" núna! Hefði í raun verið betra að stjórnin hefði fallið í kosningunum með það fyrir augum að ekki komi til greina áframhaldandi stjórnarsamstarf. En ... við höfum haldið því fram að við Framsóknarmenn höfum staðið fyrir mörgum góðum málum á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn hefur stært sig af því að skorast ekki undan ábyrgð og tel ég því að við þurfum að skoða gaumgæflega hvaða kosti við höfum á því að halda áfram á sömu leið. Tel það reyndar ekki spurningu hvaða stjórnarsamstarf myndi þjóna landsbyggðarhlutanum best. Við Framsóknarmenn verðum að líta til þess að það var ekki landsbyggðarhlutinn sem hafnaði Framsóknarflokknum. Þannig að mér finnst ekki auðvelt að afsegja áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. Einnig er það mitt álit að ef við viljum halda Jóni Sigurðssyni áfram sem formanni (sem ég vona, hef trú á Jóni) þá er mikilvægt að hann verði sýnilegur sem ráðherra. Það verður ekki nema með áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna.


Kannanir!

Lenti í úrtaki hjá Félagsvísindastofnun í dag. Spurður hvort ég væri tilbúinn að svara nokkrum spurningum. Allt gott um það að segja en fannst einkennilegt hvað dró mikið úr konunni sem spurði þegar ég sagðist styðja Framsóknarflokkinn og hefði einnig gert það fyrir fjórum árum. Spurningarnar nokkru urðu nú aldrei fleiri en þessar tvær. Nú lifi ég í þeirri von að raunverulegt fylgi Framsóknar komi í ljós á laugardaginn kemur. Held að bjartsýni sé að ætla að ná 30%, ætli við verðum ekki nær 20% þegar talið hefur verið upp úr kössunum!

Næsta síða »

Höfundur

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband