Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, október 2007

Þráðurinn tekinn upp á ný!

Var á fundi í dag þar sem stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka og nýtingu náttúruauðlynda var haldinn á Húsavík.  Afskaplega áhugavert og lofsvert framtak. Rétt um 100 manns sóttu fundinn.  Haldnar voru framsögur af hálfu Rafmagnsveitu ríkisins, Glitnis banka og Halldórs Blöndal. Halldór hljómaði nú h.u.b. e.o. framsóknarmaður í sinni ræðu varðandi skoðun sína í allri álversumræðunni. (Efast nú reyndar um að karlinn vilji viðurkenna það).  Margt gott var í efnistökum hans og uppskar hann ágætan róm að tölu sinni.  Ekki var laust við að um pólitískan fund væri að ræða á tímabili þar sem menn voru komnir í hnútukast vegna afskipta (eða ekki afskipta) stjórnmálaafla þessa lands af stóriðju uppbyggingu á Bakka við Húsavík.  Einar Norðfirðingur, Samfylkingarmaður, sór og sárt við lagði að hann myndi leggja sitt af mörkum til þess að Álverið við Bakka yrði fyrsti kostur í stóriðjuumræðunni, allt annað væri afglöp. Spurningin er nú sú hvort að hann geti haft einhver áhrif í þá veru miðað við sinnuleysi flokkssystkina hans. Ekki virðist mér Sjálfstæðismenn vera mikið í því að halda merki Bakka á lofti sem fyrsta kosti í stöðunni, þrátt fyrir eggjan öldungsins Halldórs. Spurningin er e.t.v. sú hvort að flokksbróðir þeirra í Reykjanesbæ getur haft þau áhrif að Helguvíkurvitleysan verði fyrsti kostur hversu ósanngjarnt það kann að virðast versus Bakka og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.  Þenslan á Suðvesturlandi er alveg gríðarleg og allir heilvita og sanngjarnir menn hljóta að viðurkenna að Bakki við Húsavík hljóti að vera besti kosturinn varðandi það hvar eigi að byggja upp atvinnu á svæði sem hefur farið halloka í atvinnutilliti og fólksfjölda. Þetta yrði alvöru mótvægisaðgerð til að sporna við fólksfækkun en ekki einhver léttvægisaðgerð til að plástra yfir minnkandi atvinnu og fólksflótta af landsbyggðinni.

Höfundur

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband