Leita í fréttum mbl.is

Bloggfærslur mánaðarins, maí 2007

Pælingar vegna stöðu Framsóknar

Held að við Framsóknarmenn séum í hálfgerðu "dilemma" núna! Hefði í raun verið betra að stjórnin hefði fallið í kosningunum með það fyrir augum að ekki komi til greina áframhaldandi stjórnarsamstarf. En ... við höfum haldið því fram að við Framsóknarmenn höfum staðið fyrir mörgum góðum málum á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn hefur stært sig af því að skorast ekki undan ábyrgð og tel ég því að við þurfum að skoða gaumgæflega hvaða kosti við höfum á því að halda áfram á sömu leið. Tel það reyndar ekki spurningu hvaða stjórnarsamstarf myndi þjóna landsbyggðarhlutanum best. Við Framsóknarmenn verðum að líta til þess að það var ekki landsbyggðarhlutinn sem hafnaði Framsóknarflokknum. Þannig að mér finnst ekki auðvelt að afsegja áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. Einnig er það mitt álit að ef við viljum halda Jóni Sigurðssyni áfram sem formanni (sem ég vona, hef trú á Jóni) þá er mikilvægt að hann verði sýnilegur sem ráðherra. Það verður ekki nema með áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna.


Kannanir!

Lenti í úrtaki hjá Félagsvísindastofnun í dag. Spurður hvort ég væri tilbúinn að svara nokkrum spurningum. Allt gott um það að segja en fannst einkennilegt hvað dró mikið úr konunni sem spurði þegar ég sagðist styðja Framsóknarflokkinn og hefði einnig gert það fyrir fjórum árum. Spurningarnar nokkru urðu nú aldrei fleiri en þessar tvær. Nú lifi ég í þeirri von að raunverulegt fylgi Framsóknar komi í ljós á laugardaginn kemur. Held að bjartsýni sé að ætla að ná 30%, ætli við verðum ekki nær 20% þegar talið hefur verið upp úr kössunum!

Stutt í kosningar!

Nú á laugardaginn verður kosið um það hvort menn vilja óbreytt ástand í stjórnmálum landsins eður ei.  Í framhaldi af því er gaman að velta því fyrir sér hverjir úr Norðaustur kjördæmi eru líklegastir til afreka af þeim sem eru í meintum baráttusætum framboðanna.  Hjá Sjálfstæðismönnum er mikið um það talað að fá Þorvald inn, Samfylkingin er með Láru, Frjálslyndir Sauðkræklinginn Sigurjón og Höskuldur Þórhallsson hjá Framsókn. Í mínum huga er Höskuldur ótvírætt besti kosturinn af þessu ágæta fólki, fulltrúi ungu kynslóðarinnar og hefur verið sá aðili, á undangengnum fundum sem ég hef heyrt til þessa fólks, langáheyrilegastur. Akureyringar hafa kvartað undan því að hafa ekki fleiri fulltrúa innan þingsins með tilliti til atkvæðabærra manna á Akureyri og nú er lag. Höskuldur er framtíðarstjórnmálamaður og ég vona svo sannarlega að Akureyringar beri gæfu til þess að veita honum brautargengi í komandi kosningum.

Áfram XB


Gagnvirk stjórnmálakönnun!

Fór að gamni mínu inná vef háskólans á Bifröst þar sem boðið er upp á gagnvirka stjórnmálakönnun þ.e. með einföldum spurningalista getur þú ákvarðað hvaða stjórnmálaflokk þú ættir að styðja útfrá þeirri könnun. Frómt frá að segja skoraði ég mest hjá Framsókn eða rúm 60%, rétt um 40% hjá Vg, 25% hjá íhaldinu og það sama hjá Samfylkingu og 10% hjá Íslandshreyfingunni en mínus 3% hjá Frjálslyndum. Prófaði svo að leika mér aðeins og svara eftir ýmsum leiðum og kom það mér nú ekki mikið á óvart að þegar ég var sem mest á móti þá skoraði Vg best. Þegar það var sem mest handahófskennt var XD með yfirhöndina og þegar hlutleysið var notað þá var það XS. Að sjálfsögðu er þetta til gamans gert en vakti mann svolítið til umhugsunar fyrir hvað hver og einn flokkurinn stendur fyrir.

Prófun

Er að leika mér að því að nota bloggið.

Höfundur

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband