Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
6.10.2007 | 00:07
Þráðurinn tekinn upp á ný!
Var á fundi í dag þar sem stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka og nýtingu náttúruauðlynda var haldinn á Húsavík. Afskaplega áhugavert og lofsvert framtak. Rétt um 100 manns sóttu fundinn. Haldnar voru framsögur af hálfu Rafmagnsveitu ríkisins, Glitnis banka og Halldórs Blöndal. Halldór hljómaði nú h.u.b. e.o. framsóknarmaður í sinni ræðu varðandi skoðun sína í allri álversumræðunni. (Efast nú reyndar um að karlinn vilji viðurkenna það). Margt gott var í efnistökum hans og uppskar hann ágætan róm að tölu sinni. Ekki var laust við að um pólitískan fund væri að ræða á tímabili þar sem menn voru komnir í hnútukast vegna afskipta (eða ekki afskipta) stjórnmálaafla þessa lands af stóriðju uppbyggingu á Bakka við Húsavík. Einar Norðfirðingur, Samfylkingarmaður, sór og sárt við lagði að hann myndi leggja sitt af mörkum til þess að Álverið við Bakka yrði fyrsti kostur í stóriðjuumræðunni, allt annað væri afglöp. Spurningin er nú sú hvort að hann geti haft einhver áhrif í þá veru miðað við sinnuleysi flokkssystkina hans. Ekki virðist mér Sjálfstæðismenn vera mikið í því að halda merki Bakka á lofti sem fyrsta kosti í stöðunni, þrátt fyrir eggjan öldungsins Halldórs. Spurningin er e.t.v. sú hvort að flokksbróðir þeirra í Reykjanesbæ getur haft þau áhrif að Helguvíkurvitleysan verði fyrsti kostur hversu ósanngjarnt það kann að virðast versus Bakka og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni. Þenslan á Suðvesturlandi er alveg gríðarleg og allir heilvita og sanngjarnir menn hljóta að viðurkenna að Bakki við Húsavík hljóti að vera besti kosturinn varðandi það hvar eigi að byggja upp atvinnu á svæði sem hefur farið halloka í atvinnutilliti og fólksfjölda. Þetta yrði alvöru mótvægisaðgerð til að sporna við fólksfækkun en ekki einhver léttvægisaðgerð til að plástra yfir minnkandi atvinnu og fólksflótta af landsbyggðinni.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Eldri færslur
Af mbl.is
Fólk
- Sjónvarpsverðlaun afhent í fyrsta sinn
- Herra Hnetusmjör fagnar átta árum edrú
- Katrín prinsessa laumaðist á fund í Windsor-kastala
- Endurgerði þekkt kvikmyndaveggspjald buxnalaus
- Liam Payne borinn til grafar
- Elton John mætti allnokkrum kílóum léttari
- Fyrrverandi Playboy-kanína fær ekki aðgang að stefnumótaforriti
- Jarðarför Liams Payne í dag
- Vaknar grátandi af söknuði um miðjar nætur
- Náði botninum við dánarbeð ömmu sinnar
Viðskipti
- Dr. Bjarni Pálsson til Vinds og jarðvarma
- Icelandair færir eldsneytið til Vitol
- Arkitektar ósáttir við orðalag forstjóra FSRE
- Ný ríkisstjórn þurfi að hafa hraðar hendur
- Indó lækkar vexti
- Hlutverk Kviku að sýna frumkvæði á bankamarkaði
- Þjóðverjar taka við rekstri Fríhafnarinnar
- Trump lyftir Bitcoin-verði í hæstu hæðir
- Ekki svigrúm til frekari launahækkana
- Sækja fjármagn og skala upp