21.1.2008 | 18:59
Íslensk pólitík er skrýtin tík!
Það er með ólíkindum hvernig pólitíkusarnir haga sínum seglum. Nýr meirihluti myndaður í Reykjavík, sá þriðji frá kosningum. Ætla sjálfstæðimenn nú að fylkja sér að baki Vilhjálms sem borgarstjóra eftir þá útkomu og þau skrif áttu sér stað um hann sem mann í frontinum í Reymálinu fræga. Hægt er að benda á skrif Stefáns Friðriks Stefánssonar á blogginu um þessi mál á þeim tíma. Hvernig er annars með þá skemmtilegu staðreynd að ekki er hægt fyrir Ólaf að taka sér veikindaleyfi án þess að stefna nýju meirihlutarsamstarfi í stórhættu með innkomu Margrétar Sverrisdóttur. Viðurkenni nú að ég þekki ekki alveg þær reglur sem gilda fyrir varamenn í svona uppákomum. Virðist s.s. að Margrét hafi þarna ekki verið með í ráðum. Eitt er það sem ég hef stórar áhyggjur af og þær eru að mér þykir ekki fýsilegt að sami flokkur sé við völd í höfuðborginni og í landsstjórninni. Þarna þarf að vera ákveðið mótvægi. En .... nú brosir Vilhjálmur!
Eldri færslur
Af mbl.is
Íþróttir
- Snýr aftur til Íslandsmeistaranna
- Tap gegn Englandi í átta marka leik
- Ósáttur hjá franska stórliðinu
- Ótrúleg VAR mistök í Þjóðadeildinni
- Enn meiðsli hjá íslenska landsliðsmanninum
- Steinlá gegn Víkingi en seldur fyrir metfé
- Áfall fyrir Liverpool-leikinn
- Orri Steinn frá keppni vegna meiðsla
- Tveggja leikja bann fyrir illkvittna aðgerð
- Fyrirliðinn meiddur í annað sinn á tímabilinu
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.