18.1.2008 | 00:48
Svíagrýlan!
Sat stjarfur fyrir framan sjónvarpstækið núna í kvöld og fylgdist með LEIKNUM. Sá þar fertugan ungling sem gjörsamlega stal senunni, því miður fyrir okkar menn. Heimsklassamarkvarsla í hæsta gæðaflokki. Að öðrum Svíum ólöstuðum var Svensson klárlega langbesti maður vallarins. Sóknarleikur okkar var oft á tíðum í lagi í fyrri hálfleik að undanskildu því að menn kláruðu færin illa. Brá fyrir fínni varnarvinnu allan leikinn en því miður var eins og menn væru orðnir hálfráðvilltir í sóknarleiknum með þennan "ungling" fyrir framan sig í markinu. En.... fall er vonandi fararheill. Vona að RÚV muni gera þessu móti góð skil og sýni sem flesta leiki keppninnar.
Eldri færslur
Af mbl.is
Erlent
- Sænskir ásatrúarmenn blóta sumar
- Faldi sig í ferðatösku samfanga og strauk
- Fyrsta dauðsfallið af völdum sjúkdómsins í 18 ár
- Tveggja saknað í kjölfar úrhellisrigningar
- Baðst afsökunar á ummælum Grok
- Umkringdu og handtóku Palestínu-aðgerðarsinna
- Sex létust í loftárásum Rússa
- Hélt lífi með að drekka úr drullupollum í eyðimörkinni
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.