Leita í fréttum mbl.is

Á Austfjörðum!

Jæja, núna ætla ég að reyna að halda úti þessarri bloggsíðu þannig að eitthvað sé skrifað í hverri viku.  Var rétt í þessu að koma frá Egilsstöðum þar sem fjölskyldan dvaldist  yfir helgina í góðu yfirlæti kaupfélagsstjórans og fjölskyldu. Vorum í Framsóknarteiti á föstudagskvöldið í boði Framsóknarfélags Borgarfjarðar og Héraðs. Töluvert var af fólki og afar gaman að koma þarna og er alltaf gaman að eiga spjall við það ágæta fólk sem býr á þessu svæði. Á laugardeginum fórum við hjónin ásamt Valgerði Sverrisdóttur á Seyðisfjörð til fundar við Framsóknarfólk þar. Það var afar fróðlegur og skemmtilegur fundur. Óhætt er að segja að Seyðisfjörður er með fallegri kaupstöðum hér á landi með sín sérstöku hús og alltaf afskaplega gaman að koma þangað. Eftir Framsóknarfundinn fórum við að opnun myndlistarsýningar í Skaftfelli þar í bæ. Í Skaftfelli hefur verið komið upp sýningaraðstöðu og matsölustað af miklum myndarskap og verð ég að viðurkenna að mér fannst mikið til um þann metnað sem hefur verið lagður í það að gera myndlistarfólki kleyft að nýta sér þessa aðstöðu sem þarna er. Er töluvert um að það að myndlistarfólki komi þarna í þetta gamla hús og dvelji þar við iðkun sinna lista. Á sunnudeginum var haldið heim á leið í Öxarfjörðinn yfir Hólssand og fram hjá hinum mikilfenglega Dettifossi sem skartar sínu fegursta í klakaböndum.

Læt þetta duga að sinni.

Kv. Jóhann


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband