Leita í fréttum mbl.is

Þráðurinn tekinn upp á ný!

Var á fundi í dag þar sem stofnfundur nýrra náttúruverndarsamtaka og nýtingu náttúruauðlynda var haldinn á Húsavík.  Afskaplega áhugavert og lofsvert framtak. Rétt um 100 manns sóttu fundinn.  Haldnar voru framsögur af hálfu Rafmagnsveitu ríkisins, Glitnis banka og Halldórs Blöndal. Halldór hljómaði nú h.u.b. e.o. framsóknarmaður í sinni ræðu varðandi skoðun sína í allri álversumræðunni. (Efast nú reyndar um að karlinn vilji viðurkenna það).  Margt gott var í efnistökum hans og uppskar hann ágætan róm að tölu sinni.  Ekki var laust við að um pólitískan fund væri að ræða á tímabili þar sem menn voru komnir í hnútukast vegna afskipta (eða ekki afskipta) stjórnmálaafla þessa lands af stóriðju uppbyggingu á Bakka við Húsavík.  Einar Norðfirðingur, Samfylkingarmaður, sór og sárt við lagði að hann myndi leggja sitt af mörkum til þess að Álverið við Bakka yrði fyrsti kostur í stóriðjuumræðunni, allt annað væri afglöp. Spurningin er nú sú hvort að hann geti haft einhver áhrif í þá veru miðað við sinnuleysi flokkssystkina hans. Ekki virðist mér Sjálfstæðismenn vera mikið í því að halda merki Bakka á lofti sem fyrsta kosti í stöðunni, þrátt fyrir eggjan öldungsins Halldórs. Spurningin er e.t.v. sú hvort að flokksbróðir þeirra í Reykjanesbæ getur haft þau áhrif að Helguvíkurvitleysan verði fyrsti kostur hversu ósanngjarnt það kann að virðast versus Bakka og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni.  Þenslan á Suðvesturlandi er alveg gríðarleg og allir heilvita og sanngjarnir menn hljóta að viðurkenna að Bakki við Húsavík hljóti að vera besti kosturinn varðandi það hvar eigi að byggja upp atvinnu á svæði sem hefur farið halloka í atvinnutilliti og fólksfjölda. Þetta yrði alvöru mótvægisaðgerð til að sporna við fólksfækkun en ekki einhver léttvægisaðgerð til að plástra yfir minnkandi atvinnu og fólksflótta af landsbyggðinni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband