15.5.2007 | 00:00
Pælingar vegna stöðu Framsóknar
Held að við Framsóknarmenn séum í hálfgerðu "dilemma" núna! Hefði í raun verið betra að stjórnin hefði fallið í kosningunum með það fyrir augum að ekki komi til greina áframhaldandi stjórnarsamstarf. En ... við höfum haldið því fram að við Framsóknarmenn höfum staðið fyrir mörgum góðum málum á yfirstandandi kjörtímabili. Framsókn hefur stært sig af því að skorast ekki undan ábyrgð og tel ég því að við þurfum að skoða gaumgæflega hvaða kosti við höfum á því að halda áfram á sömu leið. Tel það reyndar ekki spurningu hvaða stjórnarsamstarf myndi þjóna landsbyggðarhlutanum best. Við Framsóknarmenn verðum að líta til þess að það var ekki landsbyggðarhlutinn sem hafnaði Framsóknarflokknum. Þannig að mér finnst ekki auðvelt að afsegja áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna. Einnig er það mitt álit að ef við viljum halda Jóni Sigurðssyni áfram sem formanni (sem ég vona, hef trú á Jóni) þá er mikilvægt að hann verði sýnilegur sem ráðherra. Það verður ekki nema með áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.