Leita í fréttum mbl.is

Stutt í kosningar!

Nú á laugardaginn verður kosið um það hvort menn vilja óbreytt ástand í stjórnmálum landsins eður ei.  Í framhaldi af því er gaman að velta því fyrir sér hverjir úr Norðaustur kjördæmi eru líklegastir til afreka af þeim sem eru í meintum baráttusætum framboðanna.  Hjá Sjálfstæðismönnum er mikið um það talað að fá Þorvald inn, Samfylkingin er með Láru, Frjálslyndir Sauðkræklinginn Sigurjón og Höskuldur Þórhallsson hjá Framsókn. Í mínum huga er Höskuldur ótvírætt besti kosturinn af þessu ágæta fólki, fulltrúi ungu kynslóðarinnar og hefur verið sá aðili, á undangengnum fundum sem ég hef heyrt til þessa fólks, langáheyrilegastur. Akureyringar hafa kvartað undan því að hafa ekki fleiri fulltrúa innan þingsins með tilliti til atkvæðabærra manna á Akureyri og nú er lag. Höskuldur er framtíðarstjórnmálamaður og ég vona svo sannarlega að Akureyringar beri gæfu til þess að veita honum brautargengi í komandi kosningum.

Áfram XB


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Höfundur

Jóhann Rúnar Pálsson
Jóhann Rúnar Pálsson
Júlí 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31    

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband