9.5.2007 | 00:16
Gagnvirk stjórnmálakönnun!
Fór að gamni mínu inná vef háskólans á Bifröst þar sem boðið er upp á gagnvirka stjórnmálakönnun þ.e. með einföldum spurningalista getur þú ákvarðað hvaða stjórnmálaflokk þú ættir að styðja útfrá þeirri könnun. Frómt frá að segja skoraði ég mest hjá Framsókn eða rúm 60%, rétt um 40% hjá Vg, 25% hjá íhaldinu og það sama hjá Samfylkingu og 10% hjá Íslandshreyfingunni en mínus 3% hjá Frjálslyndum. Prófaði svo að leika mér aðeins og svara eftir ýmsum leiðum og kom það mér nú ekki mikið á óvart að þegar ég var sem mest á móti þá skoraði Vg best. Þegar það var sem mest handahófskennt var XD með yfirhöndina og þegar hlutleysið var notað þá var það XS. Að sjálfsögðu er þetta til gamans gert en vakti mann svolítið til umhugsunar fyrir hvað hver og einn flokkurinn stendur fyrir.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.